þriðjudagur, febrúar 28, 2006



Haldið að mínns sé ekki bara búin að næla sér í miða á JOSÉ GONZÁLEZ á Nasa 13.mars:)
Það byrjar ekki sala fyrr en á morgun....en út af því að Svanhvít litla hefur svo góða sambönd....þá gat hún reddað þessu í dag;)

Svo er bara næst að redda sér miða á CocoRosie sem eru að koma í apríl:)

Og ekki má gleyma tónleikunum á fimtud þar sem Þórir´er að spila, hver vill ver memm??:)


Og já ég verð að muna frjárfesta í eitt stykki hugmyndabók, fyrir alla tónleikana;)

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Hey svo er Sænskt djamm næstu helgi...þá koma Anna og Cecilia, vinkonur Carolinu sem var með mér í skólanum í Holbæk:)
Helgin byrjar á fimtudeginum....Tónleikar á kaffi vín. Þórir er að spila....frítt inn;) Stuð stuð......já svo má ekki gleyma öskudeginum á miðvikudag:D
Þá mæti ég í grímubúning í vinnuna...stuð stuð.

ó happí deis ó happí deis........

Dugleg stelpa:)

Um helgina gerðist svolítið sem hefur ekki gerst í alltof langan tíma!!!
Svanhvít litla fór að "föndra". Sköpunar-helmingurinn minn fór á stað. Ég breytti 3 flíkum um helgina.

Setti blúndu á svona púff-ermarnar á bol sem ég á. Og líka blúndu í V-hálsmálið.
Bolurinn breyttist alveg fullt við það....mér fannst hann alltof plain svona svartur,þannig ég ákvað að lífga aðeins upp á hann:)

Svo átti ég annan svona með púff-ermum,hvítan. Og þar sem mér fannst líka vanta einhvað á hann. Málaði ég púff-ermarnar rauðar og svo á ég eftir að bæta pínu meira á hann. Teikna kannski mynd eða einhvað.

Svo gaf ég Kötu vinkonu minni hvíta barna-samfellu, sem ég var búin að þrykkja rendur svona á ská. Og teiknaði svo kall sem ég "hannaði" fyrir stuttu. Set kannski mynd af samfellunni bráðum.


Allavega, ég kíkti líka aðeins út á föstud, og út að borða á laugad. Og í bollu-kaffi til foreldra minna í dag.......þannig nú vitið þið allt sem ég er búin að vera bralla. Skemmtilegt ekki satt:P

Ég fór á blindra kaffihús á föstudaginn í kjallaranum í Hinu húsinu.....ótrúleg upplifun, sem allir ættu að prófa!!!:)
Ég mæli með að fólk fari....það veður blindra kaffihús í fjölskyldu og húsdýragarðinum í dag....frít´t inn út af vetrahátíðinni.
Endilega skellið ykkur:)

föstudagur, febrúar 24, 2006

klukkí klukkí smullí....

Ég hef verið klukkuð af henni Ellen......here we go

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:

Leikskóla
Au-pair
veitingastað
Bola-sölumaður....sölukona...sölubarn....söluhestur:P

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:

Amelie
Garden State
High Fidelity
Nightmare before x-mas

4 Staðir sem ég hef búið á:

sunnyside place (Boston)
high street (Boston)
Kunsthojskole í Holbæk (DK)
Baldursgata

4 Þættir sem ég fíla:....þegar ég horfi á sjónvarpið.......

My name is Earn
Lost
Sex and the city
Malcolm in the middle

4 Staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

San fransisco
Swiss
NY
Berlín

4 síður sem ég skoða daglega: (fyrir utan blogg)
mbl.is
myspace
egvilsukkladi.is
thessiadressaerekkitil.is


Fernt matarkyns sem ég held upp á:

Shusi
súkkulaði
Sviðahaus
Hamborgari (gleimérey)
kjúklingur......svo svo mikið meira:P


4 Staðir sem ég vildi helst vera núna á:

*í japan, á torginu sem ungt fólk safnast saman á sunnud. Og dressar sig upp í skrautleg föt og hlustar á tónleika.
*Á leiðinni til NY með vinum mínum sem búa í Boston!
*Newbury commics.
*útlöndum again.


Klukka Tinnu og Hlynnza.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Spennandi og öðruvísi:)

Á föstudaginn verður ungt fólk sem eru blind...með blindra-kaffihús í kjallaranum í Hinu Húsinu niður í bæ. Þau munu sja um veitngar og skemmtiatriði milli klukkan 1-6 á föstud. Það verður alveg svartamyrkur á þessu kaffihúsi. Mér fynnst þetta góð hugmynd hjá þeim og ég er alveg búin að ákveða að mæta á staðinn og sötra á kaffibolla og horfa á skemmtiatriði í myrkrinu. Kemur einhver með?

Svo í júlí ef ég slysast til að fara í helgarferð til Berlínar, sem er snilldar borg by the way....þá ætla ég mer að fara á blindra veitingarstaðinn sem heitir Unsict-bar:) ( www.unsict-bar.com)Kemur einhver með?
Ég held að það sé mjög skrítið en áhugavert að upplifa svona. Þá kannski fynnur maður hvað maður er heppin að hafa sjónina.

Our blind waiters explain the placing of objects using a clock analogy, so that you can act in the dark. The spoons are found at twelve o'clock.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Belgíska rokksveitin dEUS verður hérna í apríl!

mánudagur, febrúar 20, 2006

Gaman gaman.....nóg að gera í mars!!!:)
José González kemur til landsins 13.mars og ég er sko að fara á tónleikana!!!:)

Svo var ég að fá e-mail frá sænskri vinkonu minni sem var með mér í skólanum í Holbæk. Og 2 vinkonur hennar úr listaskólanum í stokkhólm, eru að koma hingað til að vinna verkefni á vegum skólans. Fyrstu helgina í mars.
Og spurði mig hvort ég væri ekki til í að hitta þær og segja og sýna þeim hvað Reykjavík hefur upp á að bjóða.
Alltaf gaman að kynnast nýju fólki.....sérstaklega ef ég færi nú til svíþjóðar í sumar;)
Þannig að, ætli maður sýni þeim ekki gott íslenskt djamm auðvitað og fl.:)
Eru þið með einhverjar skemmtilgar hugmyndir hvað túristi í helgarferð getur gert á íslandi?!:)

3. auðvitað í morgunkaffi á kaffivagninn með öllu gömlu sjóurunum.....maður verður alltaf að enda gott djamm þar. pönnukaka með sykri og eitt stykki kaffi, nammmm
...ef maður er ennþá fullur að orku:)
5.fara á BSÍ og fá sér sviðahaus
2. gefa öndunum
1.fara og fá sér gleymérey burger á vitabar
4. fara í sund..............
.................of þreytt til að detta fleirra í hug akkurat núna...(GEISP)!

ZZZZzzzZZzzZZZzzZZ
Sleepingbeauty

laugardagur, febrúar 18, 2006

Opin gestabók í júróparty Svanhvítsar:)=

Hi Svanhvit elsku dullan min
Nuna er 18 februar, buid ad vera rosa skemmtilegt kvold med minum uppahalds stelpum.
og kvoldid er bara ad byrja hehe, er ad laera magadans nuna rosa gaman, er alveg ad fila thad:) mig langar ekkert ad fara heim til London hehe.

Elska thig elsku Svanhvit min
Takk fyrir aedislegt kvold
Kata
xxxxxx

Ég er stödd thessa stundina í Saudi Arbia eða Indlandi uhhmmmm veit ekki hvar ég er?
Mjaðmirnar, hendurnar, brjóstin og axlirnar hreyfast í takt við seiðandi tónlist stjórnlaust.....hvað er að gerast dill til hægri og dill til vinstri
Þetta er bara snilld.......skemmtilegar stelpur að dansa í vínanda gerist ekki betra
Takk fyrir mig magadans mær ;)
Sola

jæja party hja shvanhviti svaka stuð magadans og læti allt að verða vittlaust ein og alltaf hja svona flottum gellum eins og okkur jeeee..... erum a leið i bæinn og eg segji bara ógeðslega töff skiluru.... skal i botn Ragga.

vá hvað við erum flottar...ekki meira í þetta sinn:P


Svanhvít

föstudagur, febrúar 17, 2006

Næst þegar ég fer á tónleika....sem verður vonandi aftur sem fyrst:)
Þá ætla ég að muna að taka STórA bók og ennþá stærri penna til að krota niður hugmyndir með. Pennin á að vera svo stór að ég þurfi að halda með báðum höndum utan um hann, og helst krækja löppunum líka svo ég geti skrifað með honum.....dont ask me why....öruglega því ég fæ alltaf svo margar hugmyndir þegar ég er á tónleikum sem ég vil helst alltaf framkvæma strax!!:P
Allavega nóg um bullið (þetta var sko ekkert bull), enn allavega.......næst kannski þegar þið hittið mig verð ég búin að framkvæma hugmynd mína sem tengjist einhverju sem ég er oft í....well you just have to find out what it is:D
Kannski er hún bara eins og;
Einn stafur innan á jakkanum mínum....neiiii
eða ljósmynd af þér sem ég er búin að plasta og sauma framað á veskið mitt...neiii
jafnvel jafnvel jafnvel....einhvað sem þú tekur ekki eftir en allir aðrir.
Kannski einhvað sem þér fynnst kúl enn ekki frænku þinni.
Vááá nú er ég búin að gera svo mikið úr þessari hugmynd að ég þvori ekki að framkvæma hana.....gæti valdið ykkur vonbrigðum......enn veistu hvað, ég ætla samt að framkvæma hana...og svo blablablablablablalbalblalbla..

Já svanhvítur farðu nú að hætta þessu rug..........

p.s. Hvað á annars að gera um helgina? :)

mánudagur, febrúar 13, 2006


Kata vinkona mín sem býr í London er að koma heim til Íslands í 2 vikur!!:) Lendir núna í nótt:)Þetta eiga eftir að verða mjög skemmtilegar 2 vikur sem framundan eru... hlakka ekkert smá til að hitta hana...miss her a lot!:)

laugardagur, febrúar 11, 2006

Daniel Hyun Lim er bara snillingur!!
Ef hann væri ekki giftur væri ég ekkert á móti því að giftast honum:) Þið verðið að kíkja á myndirnar......maður getur ekki annað en orðið ástfangin að verkum hanns....
bara snillingur þarna á ferð!!:) Svo er hann líka myspace vinur minn;) Lucky me..haa:)

http://www.myspace.com/daniel_hyun_lim

www.daniel-lim.com

Þetta var skemmtilegt og rólegt kvöld í gær:)
við enduðum á því að pöbbaröltast ekki mikið, festumst á Sirkus og hittum þar mikið að góðu fólki, vorum svo heppinn að fá borð á besta stað og nóg af stólum:)
Svo er það vist afmæli og party í kvöld......en fyrst ætla ég allavega að fara út að fá mér að borða og jafnvel skreppa í bíó:)
Langar svo að sjá ...
Memoirs of a Geisha
Walk the Line
Brokeback Mountain

Zjáumzt

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Þið sem eru ekki með plön annað kvöld.....eða haldið að þið verðið upptekin....enn eru það svo ekki og vitið ekkert hvað þið eigið að gera af ykkur. Og ykkur langar að gera einhvað ógeðslega leiðinlegt...eða jafnvel kannski skemmtilegt.....

Þá erum ég, Anna Lea, Helga og bróðir hennar Jói búin að plana pöpparölt...:)
Við ætlum að fara á sirkust upp úr 10 á morgun...allavega byrja þar:)
Þannig endilega stopp by í nokkra öllara...það verður svaka stuð:D
Þvorir þú??? muhahah:D

Þannig núna er ég búin að plana kvöldið fyrir þig lesandi góður.......ef það er einhver sem nennir að lesa þetta það er að segja:P

See ya

-Svanhvítur Kristínus Ingibergarasonust

And yea......I love you. But I dont.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Svanhvít litla er búin að skrá sig á myspace.....check me and space out!:)
www.myspace.com/svanhvit

I love you, but i dont.

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Það sem maður sullar ekki saman í þynnkunni...en ég er ekki þunn...hhummm

Anyways....þynnku matur dagsins að hætti Svanhvítar

Innihald:
Hangikjötsalat
sinnep
pylsa
pylsubrauð

Stingið pylsubrauðinu inn í ofnin til að rétt að hita það.
Svo næst setjið þið smá hangikjötsalat í brauðið.
þar á eftir pulsuna (ekki gleyma að sjóða hana;) ).
Svo í lokinn slettu af sinnepi ofan á.
Mjög einfalt fljótlegt......og já ótrúlegt en satt,þá er þetta bara líka svolítið gott....meiriaðsegja mjög gott:)
Best er að drekka kókómjólk með, en fanta er líka góður kostur:)


Svo í eftir rétt fékk ég mér blueberry-muffin...nammmmi. Nei ekkert sinnep ofan á muffinið....
eða hvað?!?!:P

Verði ykkur að góðu:)
Prufi þeir sem þvora:)

Helgin mín var ótrúlega næs:)
Á föstudaginn kíktum ég og Ragga í bjór á Sirkus, og hittum þar Nonna og kærustu hanns og nokkra Írska krakka. Sátum þar spjölluðum ,drukkum öl og hlustuðum á góða tónlist:)
Þangað til um 2-3 færðum við okkur yfir á "11" til að hitta Helgu.

Svo í gær fór ég í afmæli hjá Davíð, sem var haldið upp í bústað í hveragerði. Ótrúlga skemmtileg ferð....það var mikið drukkið,mikið borðað....og setið í vel troðnum heita potti!!:o) Svo kom maður heim í hádeginu í dag.....hefði alveg verið til í að vera fleirri nætur...gott að komast aðeins í sveitina:) Takk æðislega enn og aftur fyrir mig Davið og Sóla!:)

Ég fann ótrúlega skemmtilegan pappir fyrir afmælisgjöfina....keypti 6.metra af súpermann pappir:) þannig að næstu afmælisgjafir verða allar pakkaðar inn í ofurhetju pappir;) Gaf honum annars 3.dvd myndir, mulland drive (david lynch), Brotherhood of the wolf(Christophe Gans) og all or nothing (Mike Leigh ). Svo bjó ég til svona afmælisdagbók handa honum sem allir í partyinu skrifuðu svo einhvað skemmtilegt í:)

Hey já.....svo í gær fór ég í nexus og keypti mér action figure i safnið mitt drauga stelpuna úr "Corpse Bride" og bok sem mér er lengi búið að langa í..."Creepy Susie and 13 other tragic tales for trouble children" algjör snilld!:)

laugardagur, febrúar 04, 2006

is it true or is it true..............



I will be
In the bar
With my head
On the bar
I am now
A central part
Of your mind’s landscape
Whether you care
Or do not
Yeah, I’ve made up your mind

The more you ignore me
The closer I get.....

föstudagur, febrúar 03, 2006

Halló elsku þið öll:)
Jæja bara komin föstudagur aftur....er reyndar ekki búin að vinna er í smá pásu;)
En hvað er planið um helgina??
Ég er ekki með nein plön fyrir kvöldið....þannig ef ykkur vantar félagskap í kvöld þá er ég alltaf til í einhvað skemmtilegt....taka næsta flug til ástralíu.....eða kíkja á kaffihús.......:)

En á morgun er ég svo að fara í sumarbústaða afmæli með fullt af fólki sem ég þekki ekkert....sem er bara skemmtilegt...alltaf gaman að hitta nýtt fólk:).Davíð kærasti Sólu er að fara halda upp á afmælið sitt:) Þetta á eftir að verða svaka stuð....
hlakka mikið til:)

Heyrumst þið.......minns er þinns!