mánudagur, júlí 31, 2006

Váá...það var ekki hægt að enda þessa helgi á betri hátt!!!:)
Sigur rós lét mann alveg svífa inn í draumaheim í 2 1/2 tíma. Geðveikir tónleikar á fallegu sumarkveldi!
Ég á eftir að sofa eins og engill í nótt:)
Vona að það sé enginn þarna úti sem missti af þessari snilld í kvöld!

Svo á morgun er það bara back to reality, sumarfríið á enda og raunveruleikinn að fara kikka inn.......

Góða nótt

sunnudagur, júlí 30, 2006

Honní æm hóm! Þá er maður komin aftur til landsins...í bili:)Ótrúlega erfitt að kveðja alla í köben, langaði helst ekkert til að fara heim:(
Þetta er búið að vera eitt skemmtilegasta ferðalag ársins!:D Gisti mest allan tíman hjá Önnu Lindu og Bjögga, þau eru barasta bestasta fólk í heimi. Ef þau myndu stofna hótel saman yrði það öruglega eitt vinalegasta hótel í heimi! Og já það yrði pottþétt litle britian dvd safn í hverju herbergi:D
Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja...ég er búin að bralla svo margt skemmtilegt síðasta mánuðinn að ég gæti skrifað endalust á bloggið í marga daga,vikur....
Ferðalaginu var startað á Hróa í sól og blíðu:)
Náði að hitta alla sem ég vonaðist til að hitta:)
Djammaði um borð í bát.
það var tekið "Litle britian" maraþon
haldið fullt af garð-partýum
aldrei rigning...bara einu sinn held ég en þá var ég líka sofandi.
fór í 2 afmæli
Hjálmar voru með tónleika í stínu...bara gaman:)

Var í köben mest allan tíman, en kíkti líka til Berlínar og svíþjóðar. Berlín heillaði mig algjörlega upp úr skónum, fór á skemmtilegasta veitingastað sem ég hef komið á þar. Hann heitir unsicht bar og er blindra veitingastaður. Það er eiginlega skilda að fara á hann ef maður er staddur í Berlín!

Svo er það bara back to live,back to reality.....vinna á morgun:P
En hey það eru tónleikar í kvöld og veðurspáin lofar góðu:) Hlakka mikið til að fara á Sigur rós á eftir!

föstudagur, júlí 07, 2006

Veit ekki afhverju, en thad er bara hægt ad hringja i danska numerid mitt ef thid erud ad reyna na i mig ur islensku numeri. Fæ engin sms fra islensku numerum. bara hringjingar...og engin virdast fa sms ef eg sendi a islensk numer......
Spurning um ad klara thessa inneign sem eg er med a thessu numeri og fa mer hja nyju simafyritæki...... enn allavega thetta er numerid mitt nuna +45-27179-228.
Annars er allt thad besta ad fretta fra utlandinu:) Var i party med vinkonu minni i gær thar sem hun var ad dj´ast frabært kvold.
segji meira seinna:)
svanni

mánudagur, júlí 03, 2006

Hrói var bara snilldarlega frábær!!!!!!!!!!!:) Alltof fljótt að lýða:( En ég náði að sjá flest öll böndin sem mér langaði að sjá, og þau voru mörg:)
Tók mikið að mydnum!!!
Það var sól og mikill hiti allan tímann...fer pottþett aftur a næsta ári. Skrifa meira seinna gotta go.
er komin með nýtt danskt númer....ekki danska numerið sem eg var með fyrst þetta er alveg nýtt....+45-27179-228.Ég kem með fleirri frettir af hróa og hlutum sem ég bralla bráðlega:)