miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Lítil stelpa sagði við mig í dag...
Þegar þú hættir á leikskólanum ætla ég að fara heim og gráta allan daginn....

oowww sættt. Men hvað ég á eftir að sakna þeirra.

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Þetta eru Klóey og kisinn hennar Smjörvar.

Þessi tvö urðu mjög vinsæl í leikskólanum í dag, allir vildu eiga myndina af sjóræningja stelpunni og litlu kisunni hennar.


Gullmoli sem heyrðis í skólanum í dag.
Höfðum smá dansiball fyrir elstu deildina.
5.ára krakkar að spjalla.

Strákurinn; Stelpur að dansa saman, en asnalegt.

Stelpan; Kannski erum við bara "Lessbur", þær dansa alltaf saman...

Ég byrja svo í nýju vinnuni á mánudag eftir viku, mikið á ég eftir að sakna litlu krílanna minna!

Það var mikið stuð síðustu helgi.....
Þeir sem ekki hafa séð myndina superstar ættu að tékka á henni.


Reynt að draga Bjögga á danskvöldið....

laugardagur, ágúst 26, 2006

Stjörnuspáin mín í dag...loksins spá með viti í;)

Það væru mistök af þinni hálfu að leita að einhverjum til að halda uppi fjörinu, því þú ert sá sem ýtir undir hlátur og svall um þessar mundir. Hlýddu innsæinu, þannig verður þú bráðskemmtilegur.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006


Ég er í hópi 34518 bestu vina Zach Braff's á myspace...ég vissi alltaf að hann væri pínu skotin í mér. Ég meina annars væri hann ekki að adda mér sem einn af sínum bestustu vinum...

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Þarna er Anna Linda á leiðinni með mig út í göngutúr.

Bara 1 og hálf vika þangað til að ég kveð litlu sætu grislinga mína á leikskólanum. Ég á eftir að sakna þeirra mikið....en það er tími til að taka næsta skref, safna pening og gera svo einhvað sem kemur í ljós seinna....

Kata vinkona er að flytja aftur heim í nokkra mánuði, kemur á laugad. Hlakka mikið til:)

Anna Linda er í heimsókn á íslandi ekkert smá gaman að sjá hana aftur:) Ætla halda matarboð á föstud í tilefni að hún sé á landinu....

Sem sagt næstum því bara endalaus hamingja þessa dagana...ekkert til að kvarta yfir:)

sunnudagur, ágúst 20, 2006

watched the fireworks

explode in the sky
and there was an exodus of birds from the trees
but they didnt know, we were only pretending
and the people all looked up, and were pleased
and the birds flew around like the whole world was ending
and i don't think war is noble
and i don't like to think that love is like war
and i gotta big hot cherry bomb, and i want to slip it through the mail slot
of your front door

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Stjörnuspáin mín...

Eitt af því besta í fari bogmannsins er það að hann æðir áfram óhræddur inn í aðstæður sem aðrir flýja úr. Spennanandi hættur eru framundan - eins og til dæmis að elta óveður eða verða ástfanginn.

sunnudagur, ágúst 13, 2006

í dag er dagur hamborgarans...eins og alla aðra daga.

föstudagur, ágúst 11, 2006

Saturday wait
And Sunday always comes too late
But Friday never hesitate...

Í kvöld ætla ég að vaka
í nótt mun ég líka vaka
Sofa á morgun...til 3.
Vaka annað kvöld aftur
Og líka um nóttina
Sofa smá mikið á sunnudeginum ef ég get.

Vá hvað ég verð dugleg um helgina....bissý missííí.

Já svo mun ég líka fara í 2 afmæli á morgun....

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Já eitt í viðbót!
Er einhver sem veit um skjávarpa sem ég get fengið lánaðann í september (einn laugadag). Mér vantar svo mikið að fá lánað...væri frábært ef einhver gæti reddað mér:) +
Þyrfti bara nota hann í nokkra tíma.

Fór í göngutúr eftir vinnu, labbaði hjá tjörninni og þaðan yfir í gamla kirkjugarðinn. Var að reyna koma hugmyndaflæðinu af stað, er að reyna skipuleggja eitt verkefni. En ég held að það hafi ekki verið nógu dimmt úti, allavega ekki fyrir gamla k-garðinn.

Fyndið með mig þegar ég er að reyna fynna skemtilegar hugmyndir, á ég auðveldara að fynna dimmar, scary hugmyndir ef ég er með happy tónlist í eyrunum.
Virkar ekki eins vel ef að lagið sé rólegt eða þugnglyndis lag......

Mér fynnst fallegt að blanda drungalegu saman við litla smá hluti sem eru litlir og meinlausir. Það gerir það drungalega Skuggalegt en ekki þannig að maður verði hræddur.

Vá þið vitið öruglega ekkert hvert ég er að fara en það er líka allt í lagi. Kemur bara í ljós seinna:)

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

"Jokkin Jol"


Það er ein japönsk zombie mynd sem mér langar rosa að sjá sem heitir Wild zero, og á dvd disknum er víst ein útgáfan að myndinni drykkjuleikur;) það koma leikreglur i byrjun..... t.d. allir að drekka þegar það springur hausinn á zombie, og þegar þeir segja "jokkin jol" (Rock and roll) o.s.f.r Skemmtilegt það;0) hefur einhver séð þessa mynd? Eða langar að sjá hana?

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Stjörnuspáin mín í dag!

Bogmaðurinn verður í stuði í kvöld og hreinlega dansar í gegnum það sem honum finnst ánægjulegast í lífinu. (Ef þú verður á göngu eða liggjandi í kvöld, áttu að hætta því og dansa í staðinn.)

Spurning hvort ég sé eftir að dansa mikið í afmælinu hjá Reynir í kvöld......
Til hamingju með daginn Reynir!

laugardagur, ágúst 05, 2006

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Einu skiptin sem é "neyðist" til að hlusta á útvarpið er þegar ég er að keyra bílinn minn squee. Vanalega flakka ég endalaust a milli stöðva og enda á rás 2 eða x-fm. En núna rétt áðan hitti ég á eitt af mínum uppáhalds lögum með "The postal service" öll þessi ár sem ég hef hlustað á þá hef ég aldrei heyrt þá spilaða í útvarpi.
Jú nema kannski á rás 2...en ekki á radio x eins og áðan.........

Ég er kannski komin með nýja vinnu,fer allt eftir því hversu mikið kaup er í boði...... En ég er komin með hana ef ég vil hana.


Mér langar að komast út úr borginni um helgina þótt það væri ekki nema ein nótt,
gera einhvað allt annað heldur en að hanga í Reykjavík.
Einhverjar hugdettur?!? Ef einhverjum langar að að fara út á land, þá er ég að safna fólki í bílinn minn:) Eða á maður kannski bara að halda party? Bjóða í óvissuferð....hummm...viet ekki, kemur í ljós.