Elvis minn var svo veikur í nótt, ældi bara og ældi:( Fór með hann beint upp á spítala þegar hann opnaði klukkan 8 í morgun. Þeir eru ekki vissir hvað væri að, en hann þarf að fa olíu í munnin´næstu 3 daga. Hann fékk nokkrar sprautur í dag, og mér sýnist hann vera koma til. En þar sem ég er að fara út í fyrramálið get ég lítið gert:/ En ég er svo heppin að hún Hildur frænka mín sem er mikill dýravinur, verður hérna og sér til að honum líði vel:) Þannig ég get farið út vitandi þess að hann er í góðum höndum! Þúsund þakkir Hildur!!!:)
Þannig já ég er víst að fara út á morgun...heill mánuður af skemmtilegum ævintýrum:D Get ekki beðið um betra:) Ferðinni verður startað í hádegismat og öl á keflavíkur flugvelli á morg. Svo er það auðvitað Hróinn, köben, svíþjóð, Berlín og aftur köben;)
Aldrei að að vita nema ég láti heyra í mér hérna meðan á ferðalaginu stendur:)
knus&kram