mánudagur, júní 26, 2006

Elvis minn var svo veikur í nótt, ældi bara og ældi:( Fór með hann beint upp á spítala þegar hann opnaði klukkan 8 í morgun. Þeir eru ekki vissir hvað væri að, en hann þarf að fa olíu í munnin´næstu 3 daga. Hann fékk nokkrar sprautur í dag, og mér sýnist hann vera koma til. En þar sem ég er að fara út í fyrramálið get ég lítið gert:/ En ég er svo heppin að hún Hildur frænka mín sem er mikill dýravinur, verður hérna og sér til að honum líði vel:) Þannig ég get farið út vitandi þess að hann er í góðum höndum! Þúsund þakkir Hildur!!!:)

Þannig já ég er víst að fara út á morgun...heill mánuður af skemmtilegum ævintýrum:D Get ekki beðið um betra:) Ferðinni verður startað í hádegismat og öl á keflavíkur flugvelli á morg. Svo er það auðvitað Hróinn, köben, svíþjóð, Berlín og aftur köben;)
Aldrei að að vita nema ég láti heyra í mér hérna meðan á ferðalaginu stendur:)

knus&kram

sunnudagur, júní 25, 2006


Jæja þá er búið að starta Roskilde 2006!:) Vááá hvað ég get ekki beðið eftir að komast þangað...ekki á morgun heldur hinn;)
Dóri vinur var svo frábær að kaupa tjöld fyrir okkur á svæðinu og er öruglega right this moment as i speak að koma tjöldunum upp!::D Þetta verður sirka 30.manna tjaldhringur sem við verðum í held ég.
Line uppið í ár er lika bara snilld....svo mikið af böndum sem mig hlakkar mikið til að sja! Svo hlakkar mig líka svo mikið til að hitta alla aftur, þetta verður bara eitt stórt "rejúníon" hjá mér!:o)
En ég held að ég ætti að fara huga af því að pakka niður, þarf að pakka fyrir 1 mánaðar ferðalag.....so off i go now:P

sunnudagur, júní 18, 2006

Vá hvað ég var einhvað löt og þunn í gær...gerði barasta eiginlega ekki neitt!!:p
En var ýkt dugleg í dag, var vöknuð fyrir hádegið og fór út í búð að kaupa mér tomma og jenna vindsæng fyrir Hróa:D Ég verð pottþétt með flottustu vindsængina á svæðinu;o) Svo kíkti ég á vegamót með Guðný vinkonu ýkt næs þar sem við sátum útí sólinni í 2 tíma öruglega. Loksins kom sólinn!!:D Svo varð það bara matur hjá múttu og rólegheit:) Lítur út fyrir að það verði bissí vika framundan, margt sem ég þarf að bralla áður en ég fer út..gaman gaman...JEIJ:D

laugardagur, júní 17, 2006

hæ hó jibbý jeij .......


Ég fór í 30 afmæli hjá frænda mínum.Við gáfum honum gjöf sem gerði mikla lukku, Brjóst stressbolta, stay young pills, rauðvín, ameríska muffin og 30kr:D
Hann var með 70´s þema og allir áttu að dressa sig upp. Þar sem pönkið var nú að koma inn á þessum tíma þá fór ég auðvitað sem pönkari!:)Sama var um alla strákana í afmælinu, þeir komu allir sem pönkarar. Og stelpunar voru klæddar sem diskó eða hippy,fyrir utan mig pönkarann:)
Íboði var fullt af drekka og borða...snittur,snakk,bjór(3.kútar),bolla og breezer.
Ég ákvað að halda mig við bjórinn....breezer alltof stelpulegur drykkur fyrir sannan pönkara;)Mátti nú ekki skemma lúkkið sko:D
Í partýinu sem ég fór svo eftir afmælið hefði ég samt betur mátt sleppa bjórnum... ´drakk bjór úr slöngu og trekt:P
En þetta var mjög skemmtilegt kvöld endaði ofcorse á 11 í brjáluðustuði!
Planið í dag er burger og sautjándi:)
Og munið ....live for the moment, því dagurinn í dag kemur aldrei aftur. Alveg satt!!!;)

Hafið það súper þjóðlegt á súper sautjándanum!

P.S. set myndir af gærkveldinu inn fljótlega.
P.S.S. Aðeins sirka 9 dagar til stefnu:oD

þriðjudagur, júní 13, 2006

Jæja nú styttist óðum í ferðina hennar Svanhvítar litlu!:) Alveg farin að vera pínu mikið spennt sko, að komast til útlandsins, hitta alla og njóta þess að vera til!:)
Svo er ég svo ótrúlega hepinn að eiga góða vini sem eru búnir að bjóða mér gistingu meðan ég er úti, bæði í köben og Svíþjóð:) Svo í Berlín verðum við á ótrúlega skemmtilegu hosteli sem er staðsett á besta stað í austur Berlin:) Við eigum líka pantað borð á blindra veitingastað í Berlin...urðum að panta borið 1 1/2 máunuði áður, því það er svo erfitt að komast að. Þetta verður mjög áhugavert að "sjá" og upplifa!:)
Svo má ekki gleyma sjálfum Loveparade sem verður akkurat daginn sem við komum til Berlín!!:D

En það sem ég ætla að gera...er að plana ekkert meira nema Hróa og Berlín...því það er lang skemmtilegast á fara á vit óvæntra ævintýra:D

Svo þannig fyrir utan Hróa og Berlín....og hver veit nema svíþjóð líka:)
Þá er planið að ...
Enjoy them moment while it last!!:)

Vá við erum að fara eftir minna en 2 vikur.....JIBBÝ!!!!!:D

mánudagur, júní 12, 2006

EitursvalurGaur!!! :-D

sunnudagur, júní 11, 2006

Im singing in the rain....

Ég elska svo dembandi rigningu eins og er núna úti, kíkti á kaffihús í þynnku burger áðan og var með regnhlíf með mér...en tók hana fljótlega niður aftur. Svo notalegt að fá svona kalda dembu á sig:) En það er líka voða notalegt að vera innandyra og heyra í rigningunni. Og liggja undir teppi með góða mynd...en myndin þarf eiginlega að vera silent movie svo maður heyri rigningunni:D Eða kannski bara góða bók....
En eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í svona rigningu er að vera í sundi... þannig ætla ég að nýta dagana eftir vinnu í vikunni í rigningunni...fara í einhverja skemtilega sundlaug og njóta rigningunar:)
En þótt mér þykir rigningin góð þá þýðir það ekki að ég vilji hafa bleytu og drullu á Hróa:P
vááá mín er bara dugleg að blogga í dag:)

laugardagur, júní 10, 2006



Stundum vildi ég óska þess að geta verið á 4 stöðum í einu....eins og tildæmis í kvöld:) Það er greinlega bara allt að gerast í kvöld...vinnu djamm, Sólu-partý, Gaui-Partý, Þóra-partý....en út að því ég er svo Crazzzy og vill ekki skilja neinn útundan þá ætla ég að gera mitt besta til að komast á alla þessa staði í kvöld þar sem þeir eru allir í miðbænum og ekki langt frá hvor öðrum:)
yeeaaa PARTY ON:::P

föstudagur, júní 09, 2006

spádóms spil sem ég fékk í dag!


Stafagosi

Persónuleiki
Hér er á ferðinni lífleg manneskja sem færir þér skemmtilegar stundir og ekki síður spennu. Vinátta ykkar er án efa byggð á trausti. Persónan sem um ræðir birtist mér mjög glaðleg og nýtur þess að spjalla við þig oftar en ella. Viðkomandi færir þér góðar fréttir innan tíðar.

Aðstæður
Nútíðin kemur samstundis fram og einnig notaleg sýn sem tengist þér alfarið. Áhugamál eða verkefni sem er nýhafið á einhvern hátt nær að virkja þig. Þú fyllist af orku og metnaði hér og sýnilegur árangur næst. Nýjar fréttir eru væntanlegar eins og fyrr segir á sama tíma og ný tækifæri bíða þín handan hornsins.

P.s. áhugugamál..verkefni......9.sept?:)

Annars það er föstudagur og ég fæ bílinn minn ú viðgerð í dag!!! JEeeee

fimmtudagur, júní 08, 2006

Get ekki ákveðið hvora myndina ég myndi vilja á bol?!



Mjög kúl mynd! Væri kúl á svartan bol.



Algjör töffari...veit ekki afhverju en ég held að hann væri töff á hvítan hlýrabol...eða jafnvel svartan t-bol.

þriðjudagur, júní 06, 2006

sunnudagur, júní 04, 2006

Þetta er spáin mín í dag ...ó maaannn hvað mér langar í burger(ekki að það komi spánni einhvað við):P
hBOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Himintunglin leggja til að bogmaðurinn temji sér þessa reglu: Ekki vera vondur við sjálfan þig. Aldrei. Veröldin er full af frábæru framtaki sem skapað hefur verið af ómögulegum nemendum og óöguðu fólki.

laugardagur, júní 03, 2006

"Time you enjoy wasting is not wasted"

fimmtudagur, júní 01, 2006

Litla uppáhalds húsið mitt í Reykjavík