jæja...þá er bara komin önnur helgi og ég náði ekki einu sinni að skrifa neitt um síðustu helgi áður en þesse bara birtist. Eins og síðasta helgi var nú frábær í alla staði:)
Held ég verði bara að segja ykkur pínu frá henni....lofa að reyna hafa það mjög stutt;)
Anywho....Anna og cecilia frá svíþjóð voru hérna í heimsókn síðustu helgi. Þær komu til mín á föstudeginum og við vorum hérna nokkur að sötra bjór og vín, þangað til að leiðin lá niður á Sirkus. Þar drukkum við meiri bjór og skemmtum okkur alveg súper vel:) Stelpunar komu með sænskt sjúúkkulade, rauðvíns flösku og svona rosa flotta "túss stimpla"...ekkert smá sætt að þeim:)
Laugad var bæjarrölt.....og í þeirri ferð keypti mér eitt stykki miða á tónleikana með CocoRosie...allir að kaupa sér miða...snilldar band:)
Og lika keypti ég mér nýjasta diskinn með catpower...sem er lítið búið að fara úr græjunum síðan.
Svo var það bara toppurinn af góðri helgi á sunnud þegar ég fór með familíunni út að borða á fjöruborðið á stokkseyri.....humarsúpa, humar,
og stæðsta súkkulaði kaka sem ég á ævinni minni séð:P Geðveikur matur...nammnammnamm...fer pottþétt aftur í sumar:)
Svo framundan er að föndra smá...bolast....útskriftar partý hjá Kristjáni í kvöld og svo auðvitað José González á mánudaginn...lovely:) Hlakka ekkert smá til að fara....þið eru búin að kaupa ykkur miða ekki satt??:)
Hafið gúddí helgi...og ef ég sé ykkur ekki í kvöld somewhere....þá bara í góðu fílara á mánud
út og yfir...yfir og út....