sunnudagur, mars 19, 2006

Svanhvít litla er búin að eignast eitt stykki bíl, og er orðin frjáls eins og leðurblaka:) Fjárfesti óvænt í bíl í dag er sem sagt komin með eitt stykki Hyundai Pony ´93 módel:)´Já hverjum hefði dottið í hug að ég myndi kaupa mér bíl um helgina....well allavega ekki mér;)

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvenær förum við hringinn?

20 mars, 2006  
Blogger svanny23 said...

ég er til í hálfan hring...stökkva upp í norrænu...keyra um evrópu..:)
Hittast hjá mér a ´föstudag eftir vinnu? Ekki gleyma vegabréfinu;)

20 mars, 2006  
Blogger gaui said...

wow ..þú eiga bíl!? Fröken Miðbæjarotta :D

21 mars, 2006  
Blogger svanny23 said...

Já þegar litla miss Miðbæjarotta, býðst bíll á einar litlar 35.000, sem virkar alveg ágætlega. Er erfitt að segja nei;)
Maður þarf nú að komast til foreldra sinna í mat...og já ekki má gleyma...hringnum á norrænu;)

21 mars, 2006  
Blogger svanny23 said...

átti að vera,... hringnum og fara með norrænu:D

21 mars, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ok ég mæti á föstudaginn...líst vel á heimsreisu á litla sæta bílnum þínum....búin að finna vegabréfið

22 mars, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Sleater-Kinney

Sleater-Kinney er þríeyki stúlkna sem sl. 10 ár hafa heillað tónlistaráhugamenn út um allan heim. Ferskar og hráar frá Norðvesturströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið Portland Oregon, og krafturinn er ómótstæðilegur. Þær hafa gefið út 7 plötur á sl. 10 árum og sú nýjasta The Woods hlaut einróma lof gagnrýnenda og var á topp 10 listum víða um heims um síðustu áramót sem besta plata ársins. Hér er ekki verið að skreyta tónlistina með miklu bara tveir gítarar, raddir og trommur. Þær þykja einkar skemmtilegar á tónleikum og hafa komið fram með Pearl Jam og U2 svo einhverjir séu nefndir.
P.S þetta eru tónleikarnir sem ég var að segja þér frá. Mig langar svolítið að sjá þær??? Áhugi???

22 mars, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

P.S hún Donna var að spyrja hvort ég vildi fara á DEUS með sér...ég er svolítið spennt. Þeir voru mjög góður í Breda..ertu að spá að fara?

22 mars, 2006  
Blogger ellen said...

Til hamingju með bílinn, oh, mig langar líka í bíl. Þegar ég flyt til íslands aftur ætla ég að fá mér bíl.

22 mars, 2006  
Blogger svanny23 said...

Takk takk Ellen:)já það er lúxus að hafa eitt sonna kríli til að skutlast á;)

Sóla....já ég er alltaf til í skemmtilega tónleika:)
Hlakka til að fara á flakkið;)

22 mars, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home