Honní æm hóm! Þá er maður komin aftur til landsins...í bili:)Ótrúlega erfitt að kveðja alla í köben, langaði helst ekkert til að fara heim:(
Þetta er búið að vera eitt skemmtilegasta ferðalag ársins!:D Gisti mest allan tíman hjá Önnu Lindu og Bjögga, þau eru barasta bestasta fólk í heimi. Ef þau myndu stofna hótel saman yrði það öruglega eitt vinalegasta hótel í heimi! Og já það yrði pottþétt litle britian dvd safn í hverju herbergi:D
Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja...ég er búin að bralla svo margt skemmtilegt síðasta mánuðinn að ég gæti skrifað endalust á bloggið í marga daga,vikur....
Ferðalaginu var startað á Hróa í sól og blíðu:)
Náði að hitta alla sem ég vonaðist til að hitta:)
Djammaði um borð í bát.
það var tekið "Litle britian" maraþon
haldið fullt af garð-partýum
aldrei rigning...bara einu sinn held ég en þá var ég líka sofandi.
fór í 2 afmæli
Hjálmar voru með tónleika í stínu...bara gaman:)
Var í köben mest allan tíman, en kíkti líka til Berlínar og svíþjóðar. Berlín heillaði mig algjörlega upp úr skónum, fór á skemmtilegasta veitingastað sem ég hef komið á þar. Hann heitir unsicht bar og er blindra veitingastaður. Það er eiginlega skilda að fara á hann ef maður er staddur í Berlín!
Svo er það bara back to live,back to reality.....vinna á morgun:P
En hey það eru tónleikar í kvöld og veðurspáin lofar góðu:) Hlakka mikið til að fara á Sigur rós á eftir!