föstudagur, maí 27, 2005

ahh nú man ég!!!

það gerðist svolítið rosalegt fyrir mig á þriðjudaginn á leiðinni í vinnuna! :-O
Já haldið að síminn minn hafi ekki bara ákvað að reisa út öllum símanúmerum þannig ef ég er ekki búin að hafa samband við ykkur.....þá vitið þið ástæðuna;)
Endilega sendið mér símanúmerið hjá ykkur, kæru vinir og vandamenn:) því að i miss u guys.......ojjjj ég ætlaði ekki að byrja a einhverri væmni..hehehe;) En hey það er satt!:)


einn vinur minn mældi með að ég hlustaði á band frá kanada "Arcade fire", er búin að heyra eitt lag með þeim "rebellion" lofar góðu....eftir að hlusta á meira:) tékkið á því:)

En þessi helgi verður bara frekar róleg helgi......eða nei annars kannski ekki svo........ það er útihátíð hja leikskólanum á morg. þannig vinna fra 11-3. Svo eftir hátíðína ætlar yfirmaðurinn minn að bjóða okkur upp á bjór og rauðvin....ekki slæmt það:) Svo erum við nokkrar sem ætlum að trítla niður á austurvöll í sólinni. Og fá okkur öllara og sleikja sólina....veieiei...

í leikskóla er gaman það djamma allir saman,
djamma úti og inni og allir eru með,
her er sól og hiti og æðisgengin sviti.
þá kemur kaldur kalli og kælir alla her;)

Allt sem er röndótt fynnst mér vera fallegt..tralala

Ég veit ekki alveg hvað þetta er með mig og mitt röndótta dót.........ég var að reyna fynna mer sokka í morgun og ég held svei mer þá að ég eigi bara röndótta hné sokka......og bolir já þeir eru líka nokkrir röndóttir........en þannig er ég bara, ég er frekar skotin í röndóttu get ég sagt..... jáhá þá vitið þið það:-D

En allavega ég fór á Mugison tónleikana um daginn sem ég sagði ykkur að mér langaði svo mikið mikið mikið að fara á......og þeir voru auðvitað bara snilld!!!:) hann er með endalausa orku á sviði þessi gaur....bara brillaðir tónleikar:o)

ég var að hugsa alla vikuna.....já þetta er einhvað sem ætti að fara á bloggið mitt.......já og vá hvað þetta var sniðugt.............en svo loksins þegar ég er komin með tölvuna í hendunar, þá gerist einmitt þetta......sem sagt ekki voða mikið:P
Verð bara kaupa mér litla svarta bók til að skrifa niður hugmyndir og annað sniðugt......jamm ég geri það bara:D

fimmtudagur, maí 19, 2005

tónleikar á morgun!:)

Hann snillingurinn Mugison ætlar að vera með tónleika á Nasa á morgun, mér langar gedv. að fara:) Hver vill koma á tónleika???:) kostar bara 500.kr;)

Annars er það bara fínt að frétta hjá mér og Elvis:)
Júróvíson partý á laugad hjá Guggu......tónleikar á morg......allt að gerast:)
Svo er ég að reyna fara vinna í því að setja inn myndir á síðuna. Á orðið alltof mikið af myndum, var að spá í að deila þeim með ykkur:)

mánudagur, maí 09, 2005

Elvis lifir:) Sonic youth.....franzinn og allt að gerast:)

jæja ég eignaðist minn litla fjölskyldumeðlim fyrir ekki svo löngu síðan:) Hann er gulbröndóttur frekar loðinn og heitir Elvis:) Ekkert smá mikið krútt, þið verðið endilega að koma og kíkja í kaffi til okkar;)
Helgin byrjaði frekar rólega hjá mér...ég og Elvis leigðum okkur bara video á föstudkv:)
Svo á laugard var brúðkaups-party hja Röggu og Sigga í hafnó:) Ekkert smá þrusu veisla....með endalausri bollu, staupum og öðrum veitingum.....kíktum svo aðeins á 11 og svo enduðum við Sóla rúllandi inn á 22:o) Skemtilegt kvöld skal ég ykkur segja!!:)

Ég hoppaði hæð mína að gleði þegar ég sá í blaðinu um daginn að "Sonic Youth" ætlar að koma og halda 2 tónleika hérna á Íslandi.....eins gott að maður nái sér í miða!!!;) happy happydappýdúdídú:P

Ég er búin að vera með hugmynd af kaffihúsi síðan eg var i köben, man ekki hvað kaffihúsið í köben heitir. En það sem heillar mig er að hafa svona þægileg og pínu gömul húsgögn, bedda, stóra púða til að sytja á, við lá borð. Svona þægilegur stemmari. Og auðvitað vera endalaust af góðri tónlist og jafnvel syna og selja dót eftir vini og vandamenn.....and so on:) kannski maður láti verða af þessu eftir einhver ár...maður má láta sig dreyma;) Held að myndi virka vel hérna á íslandi, þar sem það er ekkert kaffihús í þessum dúr held ég.....ennþá;) hverjum langar að opna kaffihús i framtíðinni?:O)

Ég er alveg að springa mér langar svo að fara fikta við að búa til tónlist í cubase aftur.... er búin að redda mér forritinu hja kærasta Sólu, núna þarf ég bara redda mér eitt stykki tölvu;)
Hvað annað get ég bubblað í ykkur....huummm:) Ég held ég sé bara enn að jafna mig eftir helgina:P Hálf sofandi einhvað....ætla nú samt sem áður að gera einhvað skemmtó í kvöld eins og kannski sauma:)
Eða jafnvel kíkja a kaffihús.......jamm einhvað skemmtilegt:P

Svo er næst á dagskrá er að skella sér a útskriftasýninguna hja LHÍ á kjarvalstöðum:) meira um það neæst:o)