sunnudagur, september 24, 2006

upp upp, upp á fjall. Upp á fjallsins.......

Með mér á fimtudag að kíkja á stjörnur:) Pláss er fyrir 4 í bílnum, hver kemur með? Bjallið í mig sem eru memm.

Á opnunarkvöldi hátíðarinnar 28. september verða öll götuljós í Reykjavík slökkt frá kl. 22:00 – 22:30.

Við þekkjum öll viðbrigðin sem verða á himintjaldinu þegar við vindum okkur út fyrir borgarmörkin og horfum til himins. Himinfestingin lifnar bókstaflega við. Þúsundir stjarna og dansandi norðurljós birtast þar sem áður virtist ekkert vera. Þessi kvikmynd í boði náttúrunnar er engu síðri en þær myndir sem vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðum víða um heim, og enn magnaðri því hvergi er að finna jafnstórt sýningartjald og himininn sjálfan.

Fjöldi borgarbúa fer á mis við þetta mikla sjónarspil sökum ljósmengunar, og því myndum við vilja hefja hátíðina í haust með því að slökkva öll götuljós í borginni og bjóða Reykvíkingum að horfa til himins og uppgötva fegurðina sem þar býr. Einnig má líta á þetta sem almannavarnaræfingu, því ljósin geta vitaskuld slökknað hvenær sem er, og þá er mikilvægt að borgarbúar séu viðbúnir, þekki aðstæður og geti haldið ró sinni.

2 Comments:

Blogger gaui said...

hehe og þessi texti er augljóslega ekki þinn! muna að kvóta darllíng!:) ..og ég er með í bílnum!:D

25 september, 2006  
Blogger ellen said...

Ég reyndi að sjá The whitest boy alive í gær, en það var löngu uppselt, frekar fúlt því ég fór að hlusta á þetta á netinu og leist mjög vel á. Þetta var haldið í á pínulitlum stað hér, algert svindl. Buhhuuhhuuuhhhhuuu. En ég fékk mér bjór á næsta bar í staðinn! Takk fyrir tipsið, næst verð ég að panta með fyrirvara.

26 september, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home