miðvikudagur, september 13, 2006

Vinalega Reykjavík.

Á leiðinni heim í kvöld horfandi upp í himininn, ótrúlega fallegt kvöld.
Haustið er minn uppáhalds tími, það fer að dimma og maður getur byrjað að nota kerti og öll litlu ljósin sín aftur. Þessa dagana fynnst mér indælt að búa í Reykjavík, er búin að eiga svo marga góða daga undanfarið.

Haustið byrjar mjög vel. Byrjaði með Listasýningu sem við héldum heima hjá mér og heppnaðist svona súper vel!:) Þetta var voða vinaleg og heimilsleg sýning buðum upp á nýbakaðar vöfflur,heitt kakó, osta og kex, hvítvín.....
Mætingin var rosa góð, um 60 manns skrifuðu í gestabókina. Þetta mun pottþétt verða endurtekið aftur... (myndir frá sýningunni væntalegar) :)
Er að spá í að gera einhverskonar gjörning einhvern tímann á næstu mánuðum...

Í síðustu viku byrjaði ég í nýju vinnuni. Er að vinna frá 7-15 á daginn.
Það er frekar erfitt að vakna á morgnana en gott að vera búin snemma;)

Svo er desert haustins á miðvikudögum á Rúv ekki meira né minna en Little Brtain, mér til mikillar ánægju:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home