sunnudagur, júní 05, 2005

þessi helgi kom skemmtilega á óvart...hélt að ég myndi bara sofa út og gera sem minnst.......en nei ekki alveg:)
Á laugardaginn rölti ég niður á austurvöll rett eftir hádegi og hitti þar Röggu, Fanney og Heiðu. Eins og alltaf á góðum degi, þá var pakkað af fólki og fín stemmning:) Við sátum þarna í einhverja tíma í sólinni og röltum svo yfir á prikið og fengum okkur einn kaldan öl......namm ég var eiginlega búin að gleyma því næstum hvað það er gott að fá einn ískaldan þegar það er svona heitt út:o)

Svo um 6 leitið var mér boðið í grill til Solu og Davíðs, gedveikt góður matur....takk enn og aftur fyrir mig namm namm:P Svo fekk ég óvænt sms um kvoldið.....það var hann Dóri sem var komin í óvænta heimsókn til landsins og verður her í 2 vikur....vá hvað það var gaman að heyra í honum:) Við ákveddum að hittast á tónleikunum á Nasa þar sem "hjálmar". Snilldar tónleikar og skemmtilegur stemmari:) Markmiðið mitt er að reyna komast á sem flesta tónleika í sumar!!!:) gaman gaman.

Svo var ég ýkt dugleg í morgun......Elvis vakti mig með látunum í sér um hálf 11. Ég skellti mer á fætur og bakaði 2 stykki kökkur og bjó til besta ostasalat í heimi;) nei hafið ekki áhyggjur.....ég borðaði þetta ekki allt ein, ég var búin að bjóða fólki í brunch;) En það eru ennþá til afgangar ef einhverjum langar að kíkja í kaffi. Við Elvis höfum nefnilega ekki gott af þessu öllu ein;)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sælar skvís
Vildi bara segja takk kærlega fyrir mig og minn. Ekki verra að fá svona gott brunsh. Og síðan enduðum við í grillmat hjá vinum hans. ahhah þvílíkar dekurrófur. Kv Sóla

06 júní, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home