fimmtudagur, apríl 07, 2005

Im back:)

Jæja þá er Suzan vinkona mín fra Manchester komin og farin. Þetta var frekar stutt dvöl en alveg frábærlega skemmtileg:) Hún kom á fimtudag í síðustu viku og fór aftur snemma sunnudags morgun. Allavega á fimtudeginum, fórum við á túrista rölt í bænum og elduðum heima hjá Gullu um kvöldið. Svo eftir mat var kíkt á kaffibarinn í öllara:)
Föstudagskvöldið var samt bara brill:)........þá helt ég ammælis partyið handa henni. Svo á miðnætti sungu allir sönginn á íslensku og ég komin inn með köku og alles:P
Svo var auðvitað mikið djammað og nokkrum öllurum hellt niður áður en það var haldið á stað niður í bæ þar sem var dansað langt fram eftir morgni.....JIBBY:)
Hey já svo hljóp ég þunn út í skífu á laugadeginum og keypti eitt stykki Franz Ferdinand miða á tónleikana í mai...og hlakka mikið til að fara!!!:o)
Svo í júlí er ég að fara til Suzan í nokkra daga í heimsókn til Manchester.....og auðvitað verð ég líka í nokkra daga hjá henni Kötu minni:) Það verður bara stuð:)

En nóg um það:).............Hvað get ég bullað meira í ykkur........já var ég búin að segja ykkur hvað mér langar mikið á Hróa í ár!#%&& ó, var ég búin af því...well...ó well;o)

Ég trúi varla að það sé að koma helgi aftur....tíminn líður hratt á gervihnattar öld hraðar sé...... nei djók:Þ Ég er komin í einhvert algjör flipp hérna. Ég er annars að spá í að skella mér á tónleika í kvöld á grandrokk íslensk bönd sem heita HANOI JANE & CAMPFIRE BACKTRACKS hef ekki heyrt í þeim áður.....en ætla tékka á þeim. Kostar líka ekkert inn...sem er ekki verra;)

Ég skellti mér á myndina Danny the Dog , mynd eftir sama gaur og gerði Leon og Nikita. Ég veit ekki um ykkur en mér fynnst hann Jet Li svoldið flottur:) Þetta er fínasta spennumynd..... vissi lítið um hana þegar ég fór og var bara mjög sátt sko. Endilega tékkið á henni:)

Hvað meira......já ég er að fara byrja á næsta föndri mínu:) Keypti mér efni í rauða gardínur og ætla búa til svona "Amelie" gardínur fyrir eldhúsið mitt:) Fann mér engar gardínur....þannig ég ákvað að búa til mínar bara eigin. Prenta sem sagt allskonar myndabrot úr uppáhalds myndinni minni Amelie á gardínunar....hlakka mikið til að sjá útkomuna:o)

vá ég er bara búin að skrifa svolítið mikið.........þannig ég get alveg farið að kveðja í bili án þess að vera með samviskubit....ekki satt;)

En núna tekur við kvöldmatur og tónleikar......smá upphitun fyrir helgina;)

Blessssóóóó

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home