Það er ekki lengur örugt að labba laugaveginn skal ég segja ykkur...já svo þið haldið að ég sé að rugla:P
Sko ég var að labba heim í gær......labba oftast laugavegin (þó það sé pínu lengri leið).....bæði skemmtilegt og maður rekst oft á skemmtilegt fólk þar:) Anywho....þá féll stór hlussa af snjó neðan af einu húsþakinu.
Og myndaði þetta fína snjóhús fyrir framan nebban minn. Eins gott að ég var ekki með mikið stærri nebba þá hefði það lent undir snjóhlussunni...hjúkkit vá ég var sko heppinn, ég hefði geta rotast....já og jafnvel bara dáið!!! Og þá væri sko no more bubblemagic.blogspot.com.......heppin þið að ég slapp:)
Ég er samt að spá í að rölta niður á laugaveg að snjóhúsinu mínu núna....og innrétta þar lítið kósí kaffihús með mjúkum sætum og góðri tónlist......kannski að það falli niður 2 hæð í vikunni....og þa gæti ég verið með dansgólf þar:)
Svo er þetta líka á besta stað í bænum....miðum laugavegi.
Hér með óskast ég eftir starfsfólki næstu mánuði eða fram að hlýnundum að minnsta kosti....hefur einhver áhuga???:o)
2 Comments:
Líst mjög vel á hugmyndina...Ég sækist eftir stöðunni á barnum. Ég get þá laumast til að taka á stút til að halda á mér hita :)
vá hvað þetta er SVALT starf hahahahaa aaaaaa...
-gaui
Skrifa ummæli
<< Home